Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2017 10:19 Sumarstörfin voru auglýst á síðasta ári. Vísir/Stefán Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á aðrar ástæður en að kyn umsækjenda hafi ráðið úrslit um ráðningu. Í apríl 2015 voru auglýst þrjú sumarstörf hjá sýslumanni sem í fólust almenn afgreiðslu- og skrifstofustörf ásamt aðstoð við lögfræðileg álitaefni. Einnig varð gerð krafa um að viðkomandi væru laganemar. Alls bárust 54 umsóknir og voru sjö umsækjendur kallaðir í viðtöl, tveir karlar og fimm konur. Þrjár konur voru ráðnar til starfa og kærði einn umsækjenda, karlmaður sem ekki var boðið til viðtals, ráðningarnar til Kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að hann væri að minnsta kosti jafn hæfur konunum sem boðin voru störfin. Í rökstuðningi embættisins kom fram að konurnar sem ráðnar voru hefðu tilskylda reynslu auk þess sem að þær hafi „komið vel fyrir í viðtali, verið áhugasamar um störfin og fengið góð meðmæli.“ Benti maðurinn á að með tilliti til menntunarstigs og reynslu af þjónustustörfum væri hann að minnsta kosti jafn hæfur og þær konur sem ráðnar voru, enda hefði hann unnið við þjónustustörf í 21 mánuð, samanborið við árs reynslu við sambærileg störf hjá þeirri konu sem hafði stysta reynslu við slík störf.Í niðurstöðu kærunefndar segir að samanburður þessi hefði mátt gefa embættinu tilefni til þess að kanna nánar hæfni mannsins með því að boða hann til viðtals og að röksemdir embættisins um að maðurinn hefði ekki sýnt áhuga á að starfa við embættið ættu ekki rétt á sér. Telur kærunefnd því að embættið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn umsækjenda hafi ráðið niðurstöðu kærða við ákvörðun um ráðningu í umrædd sumarstörf. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á aðrar ástæður en að kyn umsækjenda hafi ráðið úrslit um ráðningu. Í apríl 2015 voru auglýst þrjú sumarstörf hjá sýslumanni sem í fólust almenn afgreiðslu- og skrifstofustörf ásamt aðstoð við lögfræðileg álitaefni. Einnig varð gerð krafa um að viðkomandi væru laganemar. Alls bárust 54 umsóknir og voru sjö umsækjendur kallaðir í viðtöl, tveir karlar og fimm konur. Þrjár konur voru ráðnar til starfa og kærði einn umsækjenda, karlmaður sem ekki var boðið til viðtals, ráðningarnar til Kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að hann væri að minnsta kosti jafn hæfur konunum sem boðin voru störfin. Í rökstuðningi embættisins kom fram að konurnar sem ráðnar voru hefðu tilskylda reynslu auk þess sem að þær hafi „komið vel fyrir í viðtali, verið áhugasamar um störfin og fengið góð meðmæli.“ Benti maðurinn á að með tilliti til menntunarstigs og reynslu af þjónustustörfum væri hann að minnsta kosti jafn hæfur og þær konur sem ráðnar voru, enda hefði hann unnið við þjónustustörf í 21 mánuð, samanborið við árs reynslu við sambærileg störf hjá þeirri konu sem hafði stysta reynslu við slík störf.Í niðurstöðu kærunefndar segir að samanburður þessi hefði mátt gefa embættinu tilefni til þess að kanna nánar hæfni mannsins með því að boða hann til viðtals og að röksemdir embættisins um að maðurinn hefði ekki sýnt áhuga á að starfa við embættið ættu ekki rétt á sér. Telur kærunefnd því að embættið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn umsækjenda hafi ráðið niðurstöðu kærða við ákvörðun um ráðningu í umrædd sumarstörf.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira