Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2017 10:19 Sumarstörfin voru auglýst á síðasta ári. Vísir/Stefán Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á aðrar ástæður en að kyn umsækjenda hafi ráðið úrslit um ráðningu. Í apríl 2015 voru auglýst þrjú sumarstörf hjá sýslumanni sem í fólust almenn afgreiðslu- og skrifstofustörf ásamt aðstoð við lögfræðileg álitaefni. Einnig varð gerð krafa um að viðkomandi væru laganemar. Alls bárust 54 umsóknir og voru sjö umsækjendur kallaðir í viðtöl, tveir karlar og fimm konur. Þrjár konur voru ráðnar til starfa og kærði einn umsækjenda, karlmaður sem ekki var boðið til viðtals, ráðningarnar til Kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að hann væri að minnsta kosti jafn hæfur konunum sem boðin voru störfin. Í rökstuðningi embættisins kom fram að konurnar sem ráðnar voru hefðu tilskylda reynslu auk þess sem að þær hafi „komið vel fyrir í viðtali, verið áhugasamar um störfin og fengið góð meðmæli.“ Benti maðurinn á að með tilliti til menntunarstigs og reynslu af þjónustustörfum væri hann að minnsta kosti jafn hæfur og þær konur sem ráðnar voru, enda hefði hann unnið við þjónustustörf í 21 mánuð, samanborið við árs reynslu við sambærileg störf hjá þeirri konu sem hafði stysta reynslu við slík störf.Í niðurstöðu kærunefndar segir að samanburður þessi hefði mátt gefa embættinu tilefni til þess að kanna nánar hæfni mannsins með því að boða hann til viðtals og að röksemdir embættisins um að maðurinn hefði ekki sýnt áhuga á að starfa við embættið ættu ekki rétt á sér. Telur kærunefnd því að embættið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn umsækjenda hafi ráðið niðurstöðu kærða við ákvörðun um ráðningu í umrædd sumarstörf. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á aðrar ástæður en að kyn umsækjenda hafi ráðið úrslit um ráðningu. Í apríl 2015 voru auglýst þrjú sumarstörf hjá sýslumanni sem í fólust almenn afgreiðslu- og skrifstofustörf ásamt aðstoð við lögfræðileg álitaefni. Einnig varð gerð krafa um að viðkomandi væru laganemar. Alls bárust 54 umsóknir og voru sjö umsækjendur kallaðir í viðtöl, tveir karlar og fimm konur. Þrjár konur voru ráðnar til starfa og kærði einn umsækjenda, karlmaður sem ekki var boðið til viðtals, ráðningarnar til Kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að hann væri að minnsta kosti jafn hæfur konunum sem boðin voru störfin. Í rökstuðningi embættisins kom fram að konurnar sem ráðnar voru hefðu tilskylda reynslu auk þess sem að þær hafi „komið vel fyrir í viðtali, verið áhugasamar um störfin og fengið góð meðmæli.“ Benti maðurinn á að með tilliti til menntunarstigs og reynslu af þjónustustörfum væri hann að minnsta kosti jafn hæfur og þær konur sem ráðnar voru, enda hefði hann unnið við þjónustustörf í 21 mánuð, samanborið við árs reynslu við sambærileg störf hjá þeirri konu sem hafði stysta reynslu við slík störf.Í niðurstöðu kærunefndar segir að samanburður þessi hefði mátt gefa embættinu tilefni til þess að kanna nánar hæfni mannsins með því að boða hann til viðtals og að röksemdir embættisins um að maðurinn hefði ekki sýnt áhuga á að starfa við embættið ættu ekki rétt á sér. Telur kærunefnd því að embættið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn umsækjenda hafi ráðið niðurstöðu kærða við ákvörðun um ráðningu í umrædd sumarstörf.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira