Setja nýja íslenska landsliðsbúninginn í þrettánda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 09:30 Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er hér með nýja búninginn. Vísir/Rakel Íslenski landsliðsbúningurinn „sleppur“ að mati dómnefndar squawka netsíðunnar sem hefur lagt sitt mat á þá HM-búninga sem hafa verið kynntir til þessa. Íslenski búningurinn er einn af átján sem hafa komið fram í dagsljósið og fólkið á Squawka netsíðunnar setur hann í þrettánda sæti í yfirliti sínu yfir flottustu búningana á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.1. RANKING: Every 2018 World Cup kit released so far from best to worst.@iammoallim makes the bold calls - https://t.co/LiUQZ3Fmqypic.twitter.com/YDOYIR5IWt — Squawka Football (@Squawka) March 19, 2018 Íslenski búningurinn var kynntur með viðhöfn í síðustu viku sem vakti talsverða athygli. Það voru ekki allir sáttir með búninginn en hann fékk þó aðeins betri dóma en þegar búningurinn á undan var kynntur til leiks fyrir EM í Frakklandi 2016. Talsverðar breytingar voru gerðar á búningi landsliðsins undanfarin tvö ár og mesti breytingin var gerð á ermum búningsins auk þess sem röndin góða framan á treyjunni heyrir nú sögunni til. Samkvæmt dómi Squawka þá sleppur íslenski búningurinn en ekki meira en það. Við féllum því ekki á búningaprófinu en við fengum heldur ekki góða einkunn að þessu sinni. Í næsta sæti fyrir ofan íslenska búninginn var einmitt liðið sem strákarnir okkar eru að fara að mæta í San Francisco á föstudagskvöldið eða lið Mexíkó. Alls eru fimm lönd með ljótari búninga en Ísland samkvæmt mati fólksins á squawka. Það eru Egyptaland, Rússland, Úrúgvæ, Sviss og Túnis. Túnisbúar verða að sætta sig að vera með ljótast búninginn en þeirra von liggur í því að fjórtán þjóðir eiga eftir að opinbera sinn HM-búning. Íslenski búningurinn nær kannski bara þrettánda sæti en það verður engu að síður spilað í flottum búningum í íslenska riðlinum. Fólkið á squawka er nefnilega með búning Nígeríu í fyrsta sætinu hjá sér. Argentínski búningurinn þykir líka mjög flottur en hann er í þriðja sætinu. Búningur Kólumbíu er síðan í öðru sætinu og í því fjórða er búningur Belgíu en Belgar koma einmitt á Laugardalsvöllinn í haust til að keppa við Ísland í Þjóðardeildinni. Nigeria's kit though... ( @nikefootball) pic.twitter.com/KcoGrzZcam — FourFourTwo(@FourFourTwo) February 7, 2018Adidas' new World Cup 2018 kits pay homage to iconic football shirts. Argentina's new home kit, which celebrates the Argentine Football Association's 125-year anniversary, is a real beauty https://t.co/F7RLEkWMYs via @dezeenpic.twitter.com/VW2Zmo57Ew — Stig Ørskov (@orskov) November 22, 2017Nýr íslenskur landsliðsbúningur.KSÍ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Íslenski landsliðsbúningurinn „sleppur“ að mati dómnefndar squawka netsíðunnar sem hefur lagt sitt mat á þá HM-búninga sem hafa verið kynntir til þessa. Íslenski búningurinn er einn af átján sem hafa komið fram í dagsljósið og fólkið á Squawka netsíðunnar setur hann í þrettánda sæti í yfirliti sínu yfir flottustu búningana á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.1. RANKING: Every 2018 World Cup kit released so far from best to worst.@iammoallim makes the bold calls - https://t.co/LiUQZ3Fmqypic.twitter.com/YDOYIR5IWt — Squawka Football (@Squawka) March 19, 2018 Íslenski búningurinn var kynntur með viðhöfn í síðustu viku sem vakti talsverða athygli. Það voru ekki allir sáttir með búninginn en hann fékk þó aðeins betri dóma en þegar búningurinn á undan var kynntur til leiks fyrir EM í Frakklandi 2016. Talsverðar breytingar voru gerðar á búningi landsliðsins undanfarin tvö ár og mesti breytingin var gerð á ermum búningsins auk þess sem röndin góða framan á treyjunni heyrir nú sögunni til. Samkvæmt dómi Squawka þá sleppur íslenski búningurinn en ekki meira en það. Við féllum því ekki á búningaprófinu en við fengum heldur ekki góða einkunn að þessu sinni. Í næsta sæti fyrir ofan íslenska búninginn var einmitt liðið sem strákarnir okkar eru að fara að mæta í San Francisco á föstudagskvöldið eða lið Mexíkó. Alls eru fimm lönd með ljótari búninga en Ísland samkvæmt mati fólksins á squawka. Það eru Egyptaland, Rússland, Úrúgvæ, Sviss og Túnis. Túnisbúar verða að sætta sig að vera með ljótast búninginn en þeirra von liggur í því að fjórtán þjóðir eiga eftir að opinbera sinn HM-búning. Íslenski búningurinn nær kannski bara þrettánda sæti en það verður engu að síður spilað í flottum búningum í íslenska riðlinum. Fólkið á squawka er nefnilega með búning Nígeríu í fyrsta sætinu hjá sér. Argentínski búningurinn þykir líka mjög flottur en hann er í þriðja sætinu. Búningur Kólumbíu er síðan í öðru sætinu og í því fjórða er búningur Belgíu en Belgar koma einmitt á Laugardalsvöllinn í haust til að keppa við Ísland í Þjóðardeildinni. Nigeria's kit though... ( @nikefootball) pic.twitter.com/KcoGrzZcam — FourFourTwo(@FourFourTwo) February 7, 2018Adidas' new World Cup 2018 kits pay homage to iconic football shirts. Argentina's new home kit, which celebrates the Argentine Football Association's 125-year anniversary, is a real beauty https://t.co/F7RLEkWMYs via @dezeenpic.twitter.com/VW2Zmo57Ew — Stig Ørskov (@orskov) November 22, 2017Nýr íslenskur landsliðsbúningur.KSÍ
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira