Erlent

Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands 2007 til 2012.
Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands 2007 til 2012. Vísir/AFP
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið handtekinn og yfirheyrður vegna gruns um að einræðisherrann Muammar Gaddafi hafi fjármagnað kosningabaráttu hans árið 2007. Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Frakklandi.Fyrrverandi starfsmaður hans, Alexandre Djouhri, var handtekinn vegna málsins í London fyrr á árinu og sleppt gegn tryggingu.

Embættismenn frá Líbýu hafa haldið því fram að Gaddafi hafi í laumi komið allt að 50 milljónum Evra til Frakklands. Samkvæmt frétt France 24 var hámarksstuðningur við framboð 21 milljón á þessum tíma.Viðskiptamaðurinn Ziad Takieddine sagði árið 2016 að hann hefði ferðast frá Líbýu til Frakklands árin 2006 og 2007 og hann hefði komið sjö milljónum Evra í reiðufé til Sarkozy og kosningastjóra hans Claude Guéant.

Forsetinn fyrrverandi, sem var í embætti 2007 til 2012, hefur ávalt neitað þessum ásökunum.

Skömmu eftir að Sarkozy varð forseti bauð hann Gaddafi til Frakklands þar sem vel var tekið á mótin honum. Árið 2011 var Frakkland hins vegar í forsvari fyrir aðgerðir Atlantshafsbandalagsins við að hjálpa uppreisnarmönnum að koma Gaddafi frá völdum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.