Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 23:30 Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í Salisbury. vísir/getty Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. Hann sagði að rannsóknin myndi hins vegar að öllum líkindum taka langan tíma og yrði örugglega ekki lokið fyrir sumarið. Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem rakið er til rússneskra stjórnvalda. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa haft nokkuð með eitrunina að gera en engu að síður hafa bresk stjórnvöld gripið til þess að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og koma 250 lögreglumenn að henni en þeir eru sérhæfðir í rannsóknum á hryðjuverkum. Í dag setti lögreglan svo upp járngrindverk við barinn Mill í Salisbury en Skripal-feðginin komu við á barnum áður en þau veiktust af taugaeitrinu. Barinn er því hluti af vettvangi glæpsins en agnir af taugaeitrinu fundust á barnum sem og á veitingastaðnum Zizzi þar sem feðginin eyddu eftirmiðdeginum áður en þau veiktust. Basu segir að megináhersla rannsóknarinnar sé á að finna út úr því hvernig farið var með eitrið. Lögreglumenn hafa tekið skýrslur af um 400 vitnum vegna málsins og eru að skoða meira en 750 sönnunargögn og fjögur þúsund klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum. Byggt á fréttum BBC og Guardian. Tengdar fréttir Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. Hann sagði að rannsóknin myndi hins vegar að öllum líkindum taka langan tíma og yrði örugglega ekki lokið fyrir sumarið. Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem rakið er til rússneskra stjórnvalda. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa haft nokkuð með eitrunina að gera en engu að síður hafa bresk stjórnvöld gripið til þess að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og koma 250 lögreglumenn að henni en þeir eru sérhæfðir í rannsóknum á hryðjuverkum. Í dag setti lögreglan svo upp járngrindverk við barinn Mill í Salisbury en Skripal-feðginin komu við á barnum áður en þau veiktust af taugaeitrinu. Barinn er því hluti af vettvangi glæpsins en agnir af taugaeitrinu fundust á barnum sem og á veitingastaðnum Zizzi þar sem feðginin eyddu eftirmiðdeginum áður en þau veiktust. Basu segir að megináhersla rannsóknarinnar sé á að finna út úr því hvernig farið var með eitrið. Lögreglumenn hafa tekið skýrslur af um 400 vitnum vegna málsins og eru að skoða meira en 750 sönnunargögn og fjögur þúsund klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum. Byggt á fréttum BBC og Guardian.
Tengdar fréttir Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46