Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 13:21 Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð. Lögreglumál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð.
Lögreglumál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira