Þróa leiðir til gjaldtöku og geta fylgst með átroðningi um leið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:45 Til stendur að setja upp búnað fyrirtækisins við Jökulsárlón til að greina fjölda gesta Vísir/Jói K. Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28