Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 06:00 Ferðaþjónustan veltir milljörðum, jafnt opinberlega sem og í svarta hagkerfinu. Vísir/Anton Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45