Tveir festust eftir hrakfarir Grímkels Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 06:05 Grímkell er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans. Lögreglumál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans.
Lögreglumál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent