Tveir festust eftir hrakfarir Grímkels Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 06:05 Grímkell er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans. Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans.
Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira