Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 21:00 Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“ Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira