Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. janúar 2018 18:42 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er lengri en vanalega. Vísir/Anton Brink Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23. Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23.
Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira