Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. janúar 2018 18:42 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er lengri en vanalega. Vísir/Anton Brink Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23. Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23.
Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira