Íslendingar sóttu um 66 þúsund miða, sem er um 20 prósent þjóðarinnar.
66,000 Iceland fans have requested tickets for the 2018 World Cup - that equates to 20% of their entire population.
Incredible support. pic.twitter.com/hWgAtI1A6H
— bet365 (@bet365) February 19, 2018
Islandia con 330.000 habitantes, su embajada en Rusia solicitó entradas para 66.000 personas (20% de la población) para los partidos del Mundial 2018. pic.twitter.com/GfHakVFDFW
— Jaime F. Macias (@Jaimefmacias) February 18, 2018
Sportbible birti frétt um málið þar sem vitnað var í sendiherra Íslands í Rússlandi, Berglindi Ásgeirsdóttur. Hún sagði að sendiráðið væri í miklu samstarfi við rússnesk yfirvöld vegna mótsins.
„20 prósent af þjóðinni sýnir mikinn áhuga. Við erum stolt af því að vera þáttökuþjóð á mótinu.“
Þessi athygli fór ekki framhjá Knattspyrnusambandinu, sem þó veit ekki alveg hvernig á að túlka þessa tölu en geti þó sammælst um það að þetta séu jákvæðar fréttir.
We are not entirely sure what it all means, but it all looks very positive. #fyririsland#teamicelandhttps://t.co/RqWh347vVa
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 19, 2018
Eins og áður hefur komið fram fá Íslendingar þó aðeins 8 prósent af aðgöngumiðum á hvern leik, sem er um 3200 miðar. Því munu ekki komast allir að sem vilja.