Yngsti stjórinn í enska boltanum rekinn eftir aðeins sex leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 09:00 Michael Collins. Vísir/Getty Michael Collins fékk ekki langan tíma með Bradford City liðið því hann hefur nú þurft að taka pokann sinn. Michael Collins náði aðeins að stýra liði Bradford City í sex deildarleikjum áður en hann var rekinn. Collins er aðeins 32 ára gamall og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildarkeppninni. Hann hafði í júní fengið stöðuhækkun hjá Bradford City eftir að þjálfað átján ára lið félagsins.NEWS | The club has tonight parted company with head coach Michael Collins. STATEMENT here: https://t.co/eYq4cO4oTF#BCAFCpic.twitter.com/n4exkPJAJm — Bradford City (@officialbantams) September 3, 2018Bradford City er í sautjánda sæti ensku C-deildarinnar eftir sex leiki en fjórir af þessum leikjum hafa tapast. Liðið vann 1-0 sigur í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum af fimm leikjum auk þess að þetta út úr deildabikarnum eftir tap á móti Macclesfield í vítakeppni. „Ákvörðun okkar byggist á ófullnægjandi byrjun á tímabilinu og ekki nógu góðri frammistöðu inn á vellinum,“ sagði stjórnarformaðurinn Edin Rahic í yfirlýsingu frá klúbbnum. Knattspyrnustjórastóllinn hjá Bradford City er reyndar einn sá heitasti í boltanum því eftirmaður Michael Collins verður fjórði knattspyrnustjóri félagsins á þessu ári. „Okkur þykir virkilega vænt um þetta félag og trúum því að við séum að taka þessa ákvörðun á réttum tíma þegar allt er ennþá í boði. Við horfum nú jákvæðir fram á veginn og erum spenntir fyrir að kynna okkar nýja stjóra,“ bætti Edin Rahic við. Bradford City skoraði aðeins fjögur mörk í leikjunum sex undir stjórn Michael Collins og aldrei meira en eitt mark í leik. Báðir sigurleikir liðsins voru 1-0 sigrar, sá fyrri á Shrewsbury Town en sá seinni á Burton Albion. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Michael Collins fyrir lokaleik hans sem knattspyrnustjóra Bradford City.INTERVIEW | Hear the views of @officialbantams head coach Michael Collins ahead of Saturday's trip to @ftfc. WATCH here: https://t.co/GB0UkwQ1Xg#BCAFCpic.twitter.com/mLNrgLuVaj — Bradford City (@officialbantams) August 31, 2018 Nýr knattspyrnustjóri Bradford City var síðan kynntur í morgun en það er David Hopkin. David Hopkin er 48 ára gamall eða sextán árum eldri en Michael Collins. Hann var síðast stjóri hjá skoska félaginu Livingston F.C. en á að baki langan feril í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Chelsea, Crystal Palace og Leeds United. Hopkin spilaði 11 leiki með Bradford City tímabilið 2000-01.BREAKING NEWS | We are delighted to announce the appointment of David Hopkin as the club’s new head coach! READ full details here: https://t.co/hQ0aS8jRbb#BCAFCpic.twitter.com/19WBa7rK4J — Bradford City (@officialbantams) September 4, 2018 Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Michael Collins fékk ekki langan tíma með Bradford City liðið því hann hefur nú þurft að taka pokann sinn. Michael Collins náði aðeins að stýra liði Bradford City í sex deildarleikjum áður en hann var rekinn. Collins er aðeins 32 ára gamall og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildarkeppninni. Hann hafði í júní fengið stöðuhækkun hjá Bradford City eftir að þjálfað átján ára lið félagsins.NEWS | The club has tonight parted company with head coach Michael Collins. STATEMENT here: https://t.co/eYq4cO4oTF#BCAFCpic.twitter.com/n4exkPJAJm — Bradford City (@officialbantams) September 3, 2018Bradford City er í sautjánda sæti ensku C-deildarinnar eftir sex leiki en fjórir af þessum leikjum hafa tapast. Liðið vann 1-0 sigur í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum af fimm leikjum auk þess að þetta út úr deildabikarnum eftir tap á móti Macclesfield í vítakeppni. „Ákvörðun okkar byggist á ófullnægjandi byrjun á tímabilinu og ekki nógu góðri frammistöðu inn á vellinum,“ sagði stjórnarformaðurinn Edin Rahic í yfirlýsingu frá klúbbnum. Knattspyrnustjórastóllinn hjá Bradford City er reyndar einn sá heitasti í boltanum því eftirmaður Michael Collins verður fjórði knattspyrnustjóri félagsins á þessu ári. „Okkur þykir virkilega vænt um þetta félag og trúum því að við séum að taka þessa ákvörðun á réttum tíma þegar allt er ennþá í boði. Við horfum nú jákvæðir fram á veginn og erum spenntir fyrir að kynna okkar nýja stjóra,“ bætti Edin Rahic við. Bradford City skoraði aðeins fjögur mörk í leikjunum sex undir stjórn Michael Collins og aldrei meira en eitt mark í leik. Báðir sigurleikir liðsins voru 1-0 sigrar, sá fyrri á Shrewsbury Town en sá seinni á Burton Albion. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Michael Collins fyrir lokaleik hans sem knattspyrnustjóra Bradford City.INTERVIEW | Hear the views of @officialbantams head coach Michael Collins ahead of Saturday's trip to @ftfc. WATCH here: https://t.co/GB0UkwQ1Xg#BCAFCpic.twitter.com/mLNrgLuVaj — Bradford City (@officialbantams) August 31, 2018 Nýr knattspyrnustjóri Bradford City var síðan kynntur í morgun en það er David Hopkin. David Hopkin er 48 ára gamall eða sextán árum eldri en Michael Collins. Hann var síðast stjóri hjá skoska félaginu Livingston F.C. en á að baki langan feril í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Chelsea, Crystal Palace og Leeds United. Hopkin spilaði 11 leiki með Bradford City tímabilið 2000-01.BREAKING NEWS | We are delighted to announce the appointment of David Hopkin as the club’s new head coach! READ full details here: https://t.co/hQ0aS8jRbb#BCAFCpic.twitter.com/19WBa7rK4J — Bradford City (@officialbantams) September 4, 2018
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira