Segja mögulegt að skemmdarverk hafi verið unnið á geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 11:38 Yfirmaður geimferðastofnunar Rússlands, Roscosmos, segir koma til greina að gat sem fannst á alþjóðlegu geimstöðinni hafi verið gert vísvitandi. Vísir/AP Yfirmaður geimferðastofnunar Rússlands, Roscosmos, segir koma til greina að gat sem fannst á alþjóðlegu geimstöðinni hafi verið gert vísvitandi. Það hafi verið borað og þá jafnvel af einum af geimförum geimstöðvarinnar. Gatið fannst á rússnesku geimfari sem er áfast stöðinni og ógnaði það aldrei lífi geimfaranna.Þeir fundu það tiltölulega fljótt eftir að í ljós kom að þrýstingur um borð í geimstöðinni hafði lækkað og lokuðu því með sérstöku límbandi. Talið hafði verið að gatið hefði myndast eftir að lítill loftsteinn eða geimrusl hefði lent á geimstöðinni. Dmitry Rogozin, yfirmaður Roscosmos, segir að gatið hafi verið borað og þá annað hvort á jörðinni eða út í geimi. Hann segir nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og að svo virðist sem að stressaður maður hafi haldið á borvélinni. „Við erum að kanna hvort þetta gerðist á jörðinni en við útilokum ekki að þetta hafi verið gert út í geimnum,“ sagði Rogozin, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Enn fremur segir að hann að rannsóknarnefnd verði stofnuð og hennar verkefni verði að finna sökudólginn. Sá hluti geimfarsins sem gatið fannst á verður ekki notaður til að flytja geimfara aftur til jarðarinnar. Þá eru Rússar að skoða önnur geimför á jörðu niðri. Bæði þau sem eru í framleiðslu og þau sem eru tilbúin til geimskota.Sex geimfarar eru nú í geimstöðinni. Þrír þeirra eru frá Bandaríkjunum, tveir eru frá Rússlandi og einn er frá Þýskalandi. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Leki kom á Alþjóðlegu geimstöðina Örlítil sprunga er talin hafa komið á Soyuz-geimfar sem liggur upp við rússneska hluta geimstöðvarinnar af völdum geimörðu 30. ágúst 2018 15:18 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Yfirmaður geimferðastofnunar Rússlands, Roscosmos, segir koma til greina að gat sem fannst á alþjóðlegu geimstöðinni hafi verið gert vísvitandi. Það hafi verið borað og þá jafnvel af einum af geimförum geimstöðvarinnar. Gatið fannst á rússnesku geimfari sem er áfast stöðinni og ógnaði það aldrei lífi geimfaranna.Þeir fundu það tiltölulega fljótt eftir að í ljós kom að þrýstingur um borð í geimstöðinni hafði lækkað og lokuðu því með sérstöku límbandi. Talið hafði verið að gatið hefði myndast eftir að lítill loftsteinn eða geimrusl hefði lent á geimstöðinni. Dmitry Rogozin, yfirmaður Roscosmos, segir að gatið hafi verið borað og þá annað hvort á jörðinni eða út í geimi. Hann segir nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og að svo virðist sem að stressaður maður hafi haldið á borvélinni. „Við erum að kanna hvort þetta gerðist á jörðinni en við útilokum ekki að þetta hafi verið gert út í geimnum,“ sagði Rogozin, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Enn fremur segir að hann að rannsóknarnefnd verði stofnuð og hennar verkefni verði að finna sökudólginn. Sá hluti geimfarsins sem gatið fannst á verður ekki notaður til að flytja geimfara aftur til jarðarinnar. Þá eru Rússar að skoða önnur geimför á jörðu niðri. Bæði þau sem eru í framleiðslu og þau sem eru tilbúin til geimskota.Sex geimfarar eru nú í geimstöðinni. Þrír þeirra eru frá Bandaríkjunum, tveir eru frá Rússlandi og einn er frá Þýskalandi.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Leki kom á Alþjóðlegu geimstöðina Örlítil sprunga er talin hafa komið á Soyuz-geimfar sem liggur upp við rússneska hluta geimstöðvarinnar af völdum geimörðu 30. ágúst 2018 15:18 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Leki kom á Alþjóðlegu geimstöðina Örlítil sprunga er talin hafa komið á Soyuz-geimfar sem liggur upp við rússneska hluta geimstöðvarinnar af völdum geimörðu 30. ágúst 2018 15:18