Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 17:33 Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. Mynd: Reykjavíkurborg Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira