Króatía er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á HM aðeins rúmu ári eftir að liðið tapaði fyrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum.
Eftir leikinn á móti Englandi á Luzhniki leikvanginum í gær lá leiðin upp á hótel þess í Moskvu þar sem króatíski hópurinn borðaði saman.
Matartíminn breyttist fljótt í mikla sigurveislu þar sem einn Króatinn tók meðal annars upp gítar og spilaði og söng fyrir hetjur Króatíu.
Zlatko Dalić, þjálfari króatíska liðsins, setti inn myndband á Instagram-síðu sína þar sem króatísku leikmennirnr syngja saman en þar má sjá menn vera komna upp á borð í sigurveislunni.
Proslava plasmana u finale! Hvala svima koji ste uz nas! #beproud
A post shared by Zlatko Dalic (@daliczlatko) on Jul 11, 2018 at 5:18pm PDT
Króatar hafa spilað þrjá framlengda leiki í röð eða þrisvar sinnum 120 mínútur og þurfa því að fara að spara orkuna fyrir úrslitaleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn.
Franska liðið hefur unnið alla sex leiki sína í venjulegum leiktíma. Þeir ættu því að eiga miklu meira eftir á tankinum þegar kemur að lokaleik heimsmeistaramótsins í Moskvu á sunnudaginn.