„Pirrar mig mest hvernig Englendingar töpuðu leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 13:00 Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira