Segja landgræðslu við Kárahnjúka hafa gengið betur en búist var við Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 21:30 Bændurnir Agnar Benediktsson og Jón Björgvin Vernharðsson í viðtali í Desjarárdal. Kárahnjúkar í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15