Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 31. desember 2018 11:30 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Kristófer Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45
Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu