Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2018 14:45 Þau sem eru tilnefnd til Manns ársins. Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Hin tilnefndu má sjá hér að neðan í engri sérstakri röð. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar opnaði vefsvæði þar sem Íslendingar geta komist að því hvort þeir beri breytu í BRCA2 geni sem eykur verulega líkur á krabbameini. Þá var jáeindaskanni sem Íslensk erfðagreining fjármagnaði tekinn í notkun. Benedikt Erlingsson Leikstjóri kvikmyndarinnar Kona fer í stríð sem hefur sópað til sín verðlaunum á árinu og fékk meðal annars verðlaun Norðurlandaráðs auk LUX-kvikmyndaverðlauna Evrópuþingsins. Nýtti hann tækifærið við afhendingu verðlauna og minnti á mikilvægi baráttu gegn loftslagsbreytingum. Guðmundur Fylkisson Lögregluþjónn og aðalvarðstjóri fylgir eftir beiðnum barnaverndar um leit að börnum sem hafa ekki skilað sér til síns heima. Á hverju ári er leitað að 80-90 börnum og þurfti að leita að einu tólf ára barni tuttugu sinnum. Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningamálaráðherra þótti sýna hugrekki þegar hún lýsti samtali Miðflokksmanna á Klaustur bar sem ofbeldi. Þingmennirnir væru ofbeldismenn sem hefðu ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi. Lilja þótti sýna staðfestu og einlægni í viðtali í Kastljósi. Bára Halldórsdóttir Uppljóstrarinn Marvin sem tók upp samtal þingmanna á Klaustur bar reyndist vera fötluð hinsegin kona. Bára kom upptöku af samtali þingmanna, þar sem svívirðingar fuku, í hendur fjölmiðla. Hún gæti átt yfir höfði sér málsókn frá þingmönnunum. Einar Hansberg Árnason Reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda í róðratæki hjá Crossfit Reykjavík til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, sem missti eiginmann sinn á árinu, og fjölskyldu hennar. Elísabet Margeirsdóttir Langhlaupakonan kom fyrst kvenna í mark í 400 kílómetra hlaupi í Góbí-eyðimörkinni í Kína. Hún var í níunda sæti og langfyrst kvenna eftir fjögurra sólarhringa hlaup bæði í eyðimerkusól og frosti. Guðmundur Ragnar Magnússon Stýri- og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni sem bjargaði fimmtán mönnum af skipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í nóvember. Tvö rifbein Guðmundar brotnuðu við aðgerðirnar en hann hélt út og var síðasti maður frá skipi með skipstjórann í línunni. Guðrún Björt Yngvadóttir Var kjörin alþjóðaforseti Lions og tók við embættinu síðastliðið sumar til eins árs. Í 101 árs sögu hreyfingarinnar, sem eru stærstu samtök í heimi sinnar tegundar og starfa í 210 löndum, hefur kona aldrei gengt embættinu. Bára Tómasdóttir Móðir Einars Darra Óskarssonar átján ára pilts sem lést í maí eftir neyslu róandi lyfja. Bára fór fyrir forvarnarverkefninu „Ég á bara eitt líf“ sem höfða á til ungmenna og minnir á hættuna sem fylgi neyslu fíkniefna. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis hafa valið mann ársins. 31. desember 2014 11:52 Þórður Guðnason maður ársins á Bylgjunni Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður á Akranesi, sigraði með yfirburðum í vali á manni ársins á Bylgjunni en tilkynnt var um úrslitin í dag. 31. desember 2010 11:26 Mugison Maður ársins á Bylgjunni Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum "Reykjavík árdegis“ en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á. 31. desember 2011 12:00 Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43 Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar Bylgjan hefur valið mann ársins og að þessu sinni hlaut hinn íslenski heilbrigðisstarfsmaður nafnbótina. 31. desember 2013 12:00 Edda Heiðrún maður ársins hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Edda Heiðrún Backman leikkona er maður ársins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilkynnt var um þetta fyrir stundu og sigraði Edda með yfirburðum. Kjörinu var skipt í tvennt en fyrst gat fólk farið inn á Vísi og kosið hvern sem er. 31. desember 2009 11:02 Íslenska karlalandsliðið maður ársins á Bylgjunni: „Lið eru hætt að vanmeta Ísland“ Landsliðshópur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis en tilkynnt var um niðurstöðuna í útvarpsþættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. 31. desember 2016 12:00 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. 31. desember 2015 12:13 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Hin tilnefndu má sjá hér að neðan í engri sérstakri röð. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar opnaði vefsvæði þar sem Íslendingar geta komist að því hvort þeir beri breytu í BRCA2 geni sem eykur verulega líkur á krabbameini. Þá var jáeindaskanni sem Íslensk erfðagreining fjármagnaði tekinn í notkun. Benedikt Erlingsson Leikstjóri kvikmyndarinnar Kona fer í stríð sem hefur sópað til sín verðlaunum á árinu og fékk meðal annars verðlaun Norðurlandaráðs auk LUX-kvikmyndaverðlauna Evrópuþingsins. Nýtti hann tækifærið við afhendingu verðlauna og minnti á mikilvægi baráttu gegn loftslagsbreytingum. Guðmundur Fylkisson Lögregluþjónn og aðalvarðstjóri fylgir eftir beiðnum barnaverndar um leit að börnum sem hafa ekki skilað sér til síns heima. Á hverju ári er leitað að 80-90 börnum og þurfti að leita að einu tólf ára barni tuttugu sinnum. Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningamálaráðherra þótti sýna hugrekki þegar hún lýsti samtali Miðflokksmanna á Klaustur bar sem ofbeldi. Þingmennirnir væru ofbeldismenn sem hefðu ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi. Lilja þótti sýna staðfestu og einlægni í viðtali í Kastljósi. Bára Halldórsdóttir Uppljóstrarinn Marvin sem tók upp samtal þingmanna á Klaustur bar reyndist vera fötluð hinsegin kona. Bára kom upptöku af samtali þingmanna, þar sem svívirðingar fuku, í hendur fjölmiðla. Hún gæti átt yfir höfði sér málsókn frá þingmönnunum. Einar Hansberg Árnason Reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda í róðratæki hjá Crossfit Reykjavík til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, sem missti eiginmann sinn á árinu, og fjölskyldu hennar. Elísabet Margeirsdóttir Langhlaupakonan kom fyrst kvenna í mark í 400 kílómetra hlaupi í Góbí-eyðimörkinni í Kína. Hún var í níunda sæti og langfyrst kvenna eftir fjögurra sólarhringa hlaup bæði í eyðimerkusól og frosti. Guðmundur Ragnar Magnússon Stýri- og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni sem bjargaði fimmtán mönnum af skipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í nóvember. Tvö rifbein Guðmundar brotnuðu við aðgerðirnar en hann hélt út og var síðasti maður frá skipi með skipstjórann í línunni. Guðrún Björt Yngvadóttir Var kjörin alþjóðaforseti Lions og tók við embættinu síðastliðið sumar til eins árs. Í 101 árs sögu hreyfingarinnar, sem eru stærstu samtök í heimi sinnar tegundar og starfa í 210 löndum, hefur kona aldrei gengt embættinu. Bára Tómasdóttir Móðir Einars Darra Óskarssonar átján ára pilts sem lést í maí eftir neyslu róandi lyfja. Bára fór fyrir forvarnarverkefninu „Ég á bara eitt líf“ sem höfða á til ungmenna og minnir á hættuna sem fylgi neyslu fíkniefna.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis hafa valið mann ársins. 31. desember 2014 11:52 Þórður Guðnason maður ársins á Bylgjunni Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður á Akranesi, sigraði með yfirburðum í vali á manni ársins á Bylgjunni en tilkynnt var um úrslitin í dag. 31. desember 2010 11:26 Mugison Maður ársins á Bylgjunni Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum "Reykjavík árdegis“ en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á. 31. desember 2011 12:00 Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43 Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar Bylgjan hefur valið mann ársins og að þessu sinni hlaut hinn íslenski heilbrigðisstarfsmaður nafnbótina. 31. desember 2013 12:00 Edda Heiðrún maður ársins hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Edda Heiðrún Backman leikkona er maður ársins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilkynnt var um þetta fyrir stundu og sigraði Edda með yfirburðum. Kjörinu var skipt í tvennt en fyrst gat fólk farið inn á Vísi og kosið hvern sem er. 31. desember 2009 11:02 Íslenska karlalandsliðið maður ársins á Bylgjunni: „Lið eru hætt að vanmeta Ísland“ Landsliðshópur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis en tilkynnt var um niðurstöðuna í útvarpsþættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. 31. desember 2016 12:00 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. 31. desember 2015 12:13 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis hafa valið mann ársins. 31. desember 2014 11:52
Þórður Guðnason maður ársins á Bylgjunni Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður á Akranesi, sigraði með yfirburðum í vali á manni ársins á Bylgjunni en tilkynnt var um úrslitin í dag. 31. desember 2010 11:26
Mugison Maður ársins á Bylgjunni Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum "Reykjavík árdegis“ en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á. 31. desember 2011 12:00
Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43
Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar Bylgjan hefur valið mann ársins og að þessu sinni hlaut hinn íslenski heilbrigðisstarfsmaður nafnbótina. 31. desember 2013 12:00
Edda Heiðrún maður ársins hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Edda Heiðrún Backman leikkona er maður ársins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilkynnt var um þetta fyrir stundu og sigraði Edda með yfirburðum. Kjörinu var skipt í tvennt en fyrst gat fólk farið inn á Vísi og kosið hvern sem er. 31. desember 2009 11:02
Íslenska karlalandsliðið maður ársins á Bylgjunni: „Lið eru hætt að vanmeta Ísland“ Landsliðshópur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis en tilkynnt var um niðurstöðuna í útvarpsþættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. 31. desember 2016 12:00
Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45
Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. 31. desember 2015 12:13