Sextán ár síðan svínshöfði var kastað í átt að Figo | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 23:30 Figo tekur horn í leiknum eftirminnilega. Rétt við hornfánann má sjá svínshöfuðið. vísir/getty Það hefur ýmislegt gengið á þegar Barcelona og Real Madrid hafa mæst á knattspyrnuvellinum en allra mesti hasarinn var í leik liðanna fyrir sextán árum síðan. Þá var Portúgalinn Luis Figo að spila sinn annan leik á Nou Camp eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona. Í fyrsta leiknum þótti ekki óhætt að leyfa honum að taka hornspyrnur. Hatrið í hans garð í Katalóníu var yfirgengilegt og flöskum rigndi yfir rútu Real á leið á völlinn. Nú voru tvö ár liðin og ekki hægt að fela Figo lengur. Menn héldu líka að stuðningsmenn Barcelona væru komnir yfir þetta mál. Það var rangt mat. Aðskotahlutum rigndi yfir Figo í hornspyrnunum og á einum tímapunkti lenti svínshöfuð rétt við fánann. Þá var einnig reynt að kasta smápeningum, viskíflösku og hnífi í átt að Figo. Þá fékk dómarinn nóg og stöðvaði leikinn í tólf mínútur á meðan reynt var að róa áhorfendur niður. Margir vildu kenna Figo um að æsa áhorfendur upp. Hann gekk alltaf í mestu makindum að hornfánanum og færði rólega til aðskotahlutina. Það litu áhorfendur á sem hroka og ögrun. Þáverandi þjálfari Barcelona, Louis van Gaal, sagði að Figo gæti bara sjálfum sér um kennt. Barcelona fékk í kjölfarið tveggja leikja heimaleikjabann en þeim dómi var síðan breytt í sekt. Hvorki fyrr né síðar hafa verið önnur eins læti á leik liðanna. Hér að neðan má sjá lætin á leiknum. Spænski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Það hefur ýmislegt gengið á þegar Barcelona og Real Madrid hafa mæst á knattspyrnuvellinum en allra mesti hasarinn var í leik liðanna fyrir sextán árum síðan. Þá var Portúgalinn Luis Figo að spila sinn annan leik á Nou Camp eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona. Í fyrsta leiknum þótti ekki óhætt að leyfa honum að taka hornspyrnur. Hatrið í hans garð í Katalóníu var yfirgengilegt og flöskum rigndi yfir rútu Real á leið á völlinn. Nú voru tvö ár liðin og ekki hægt að fela Figo lengur. Menn héldu líka að stuðningsmenn Barcelona væru komnir yfir þetta mál. Það var rangt mat. Aðskotahlutum rigndi yfir Figo í hornspyrnunum og á einum tímapunkti lenti svínshöfuð rétt við fánann. Þá var einnig reynt að kasta smápeningum, viskíflösku og hnífi í átt að Figo. Þá fékk dómarinn nóg og stöðvaði leikinn í tólf mínútur á meðan reynt var að róa áhorfendur niður. Margir vildu kenna Figo um að æsa áhorfendur upp. Hann gekk alltaf í mestu makindum að hornfánanum og færði rólega til aðskotahlutina. Það litu áhorfendur á sem hroka og ögrun. Þáverandi þjálfari Barcelona, Louis van Gaal, sagði að Figo gæti bara sjálfum sér um kennt. Barcelona fékk í kjölfarið tveggja leikja heimaleikjabann en þeim dómi var síðan breytt í sekt. Hvorki fyrr né síðar hafa verið önnur eins læti á leik liðanna. Hér að neðan má sjá lætin á leiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira