Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2018 07:00 Íbúarnir eru ósáttir við nýju rútumiðstöðina og segja Skógarhlíðina undirlagða af bílum. VÍSIR/ANTON BRINK „Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent