Rifbeinsbrotnaði við björgunina í Helguvík: „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 22:34 Guðmundur Ragnar Magnússon tók þátt í björgunaraðgerðunum í Helguvík aðfaranótt laugardags. Mynd/Aðsend Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent