Lífið

Ofneysla áfengis og lyfja dánarorsök Mac Miller

Sylvía Hall skrifar
Rapparinn var 26 ára þegar hann lést.
Rapparinn var 26 ára þegar hann lést. Vísir/Getty
Krufningarskýrsla rapparans Mac Miller hefur leitt í ljós að ofneysla áfengis, kókaíns og ópíóðalyfsins fentanýl leiddi til dauða hans, en hann var 26 ára þegar hann lést. Skýrslan kom út í dag. 

Rapparinn fannst látinn á heimili sínu þann 7. september síðastliðinn og var það aðstoðarmaður hans sem kom að honum látnum í rúmi sínu um morguninn. Aðstoðarmaðurinn reyndi að endurlífga hann án árangurs og var rapparinn úrskurðaður látinn sextán mínútum eftir að símtal til neyðarlínu barst.

Miller gaf út sína síðustu plötu mánuði fyrir andlátið og átti að hefja tónleikaferðalag í lok október. Móðir hans hafði heyrt í honum kvöldið áður en hann lést og sagði hann vera hressan og spenntan fyrir komandi tónleikaferðalagi. 

Miller hóf tónlistarferil sinn ungur að aldri og gaf út sína fyrstu plötu aðeins fimmtán ára gamall. Hann skaust þó fyrst almennilega upp á stjörnuhimininn þegar platan hans Best Day Ever kom út árið 2011.

Þremur mánuðum fyrir andlát Miller endaði samband hans og söngkonunnar Ariönu Grande en þau höfðu verið saman í tvö ár þegar hún ákvað að slíta sambandinu vegna fíknivanda hans. 


Tengdar fréttir

Rapparinn Mac Miller látinn

Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.

Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram

Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.