Tölvuþrjótar breyttu nafni Thelmu í „skuggasál“ á heimasíðu hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2018 19:45 Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma. Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma.
Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30
Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10