Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 20:19 Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. visir/getty Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð
Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10