Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 "Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna,“ segir formaður Afstöðu – félags fanga. Fjórir sálfræðingar starfa nú hjá Fangelsismálastofnun og skipta þremur stöðugildum. VÍSIR/VILHELM Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07