Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2018 06:00 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00