Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 14:36 Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“. Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“.
Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02