Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 14:36 Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“. Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“.
Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent