44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. júní 2018 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkismálaráðherra Íslands, ásamt James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Vísir/Getty 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála en það hefur verið afar vanrækt rannsóknarefni frá lokum kaldastríðs. Það var Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem birti niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í gær (www.irpa.is)Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við ÍslandVísir/ArnþórRannsóknin fór fram með þeim hætti að tæplega fimm þúsund svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fjögurra yfirlýsinga eða spurninga sem snertu stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og ógnir við öryggi Íslendinga. Einna mesta athygli vekur að rétt innan við helmingur sagðist telja að Ísland gætti hlutleysis í hernaðarmálum. Það er ekki rétt, enda er Ísland stofnaðili Atlantshafsbandalagsins frá 1949. Þegar niðurstöðurnar eru greindar frekar kemur í ljós umtalsverður munur eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 25% þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðu að Ísland væri hlutlaust land og svipaða sögu er að segja af kjósendum Framsóknarflokksins eða 28%. Kjósendur þessara tveggja flokka virðast því best upplýstir um veru Íslands í hernaðarbandalagi. Hins vegar segir meira en helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, 51%, að Ísland sé hlutlaust. 43% kjósenda Vinstri Grænna og 42% þeirra sem styðja Pírata eru sama sinnis. Tengdar fréttir Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála en það hefur verið afar vanrækt rannsóknarefni frá lokum kaldastríðs. Það var Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem birti niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í gær (www.irpa.is)Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við ÍslandVísir/ArnþórRannsóknin fór fram með þeim hætti að tæplega fimm þúsund svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fjögurra yfirlýsinga eða spurninga sem snertu stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og ógnir við öryggi Íslendinga. Einna mesta athygli vekur að rétt innan við helmingur sagðist telja að Ísland gætti hlutleysis í hernaðarmálum. Það er ekki rétt, enda er Ísland stofnaðili Atlantshafsbandalagsins frá 1949. Þegar niðurstöðurnar eru greindar frekar kemur í ljós umtalsverður munur eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 25% þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðu að Ísland væri hlutlaust land og svipaða sögu er að segja af kjósendum Framsóknarflokksins eða 28%. Kjósendur þessara tveggja flokka virðast því best upplýstir um veru Íslands í hernaðarbandalagi. Hins vegar segir meira en helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, 51%, að Ísland sé hlutlaust. 43% kjósenda Vinstri Grænna og 42% þeirra sem styðja Pírata eru sama sinnis.
Tengdar fréttir Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00
Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06
Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45