Hætti á dvalarheimili eftir lyfjaþjófnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Frá Akranesi Vísir/GVA Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira