Selja marga af frægustu leikmunum sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:42 Flottur jakki, tvíd, tvíd. Vísir/Getty Búist er við því að jakki sem leikarinn Harrison Ford skartaði í Star Wars-kvikmyndinni The Empire Strikes Back muni seljast fyrir um eina milljón punda, rúmlega 137 milljónir króna, á uppboði sem fram fer í næsta mánuði. Alls verða rúmlega 600 kvikmyndatengdir munir boðnir upp hjá fyrirtækinu Prop Store í Lundúnum. Meðal annarra muna má nefna svifbrettið sem Marty McFly flaug á í Back To The Future 2 og búninginn sem Johnny Depp klæddist í Edward Scissorhands. Ef marka má frétt á vef breska ríkisútvarpsins þá munu aðdáendur Star Wars-myndabálksins ekki gera fýluferð á uppboðið. Hjálmar, geislasverð og fleiri geimmunir verða fáanlegir í Lundúnum og gert er ráð fyrir því að gripirnir seljist fyrir háar upphæðir.Þessi komu Indiana Jones að góðum notum.Vísir/gettyÞví til staðfestingar er vísað til geislabyssu, sem fyrrnefndur Ford notaði í myndinni Return of the Jedi, sem seldist fyrir næstum 60 milljónir króna á uppboði í júní síðastliðnum. Jakkinn er þó ekki eini Ford-munurinn sem er falur. Áhugasamir munu geta boðið í svipuna sem hann sveiflaði í myndinni Indiana Jones and The Temple Of Doom, sem metin er á 10 milljónir króna. Þá má búast við því að hatturinn sem hvíldi á höfði Ford í The Raiders Of The Lost Ark seljist á allt að 42 milljónir króna. Eins og heyra má geta kvikmyndaáhugamenn því nælt sér í marga af þekktustu leikmunum kvikmyndasögunnar. Uppboðið fer fram dagana 6 til 20 september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Búist er við því að jakki sem leikarinn Harrison Ford skartaði í Star Wars-kvikmyndinni The Empire Strikes Back muni seljast fyrir um eina milljón punda, rúmlega 137 milljónir króna, á uppboði sem fram fer í næsta mánuði. Alls verða rúmlega 600 kvikmyndatengdir munir boðnir upp hjá fyrirtækinu Prop Store í Lundúnum. Meðal annarra muna má nefna svifbrettið sem Marty McFly flaug á í Back To The Future 2 og búninginn sem Johnny Depp klæddist í Edward Scissorhands. Ef marka má frétt á vef breska ríkisútvarpsins þá munu aðdáendur Star Wars-myndabálksins ekki gera fýluferð á uppboðið. Hjálmar, geislasverð og fleiri geimmunir verða fáanlegir í Lundúnum og gert er ráð fyrir því að gripirnir seljist fyrir háar upphæðir.Þessi komu Indiana Jones að góðum notum.Vísir/gettyÞví til staðfestingar er vísað til geislabyssu, sem fyrrnefndur Ford notaði í myndinni Return of the Jedi, sem seldist fyrir næstum 60 milljónir króna á uppboði í júní síðastliðnum. Jakkinn er þó ekki eini Ford-munurinn sem er falur. Áhugasamir munu geta boðið í svipuna sem hann sveiflaði í myndinni Indiana Jones and The Temple Of Doom, sem metin er á 10 milljónir króna. Þá má búast við því að hatturinn sem hvíldi á höfði Ford í The Raiders Of The Lost Ark seljist á allt að 42 milljónir króna. Eins og heyra má geta kvikmyndaáhugamenn því nælt sér í marga af þekktustu leikmunum kvikmyndasögunnar. Uppboðið fer fram dagana 6 til 20 september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira