Borgarstjórn samþykkir tillögu um sumaropnun leikskóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 22:33 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. vísir/vilhelm Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela skóla- og frístundasviði að hefja undirbúning á tilraunaverkefni um að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt sumarið árið 2019 var samþykkt í kvöld með 22 atkvæðum. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, kynnti tillöguna og sagði hana eiga sér stoð í samstarfssáttmála meirihlutans hjá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögunni segir að tilraunaverkefnið líkist því sem tíðkist í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á borð við Mosfellsbæ og Garðabæ en þar sameina leikskólarnir starfsemi sína í eina starfsstöð yfir sumartímann. Borgarfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri um jákvætt skref að ræða enda ættu ekki allir foreldrar kost á því að taka sér frí á þeim tíma sem leikskólarnir eru lokaðir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, tók fram að hún væri ekki á móti tillögunni en hefði þó áhyggjur af því hvaða áhrif breytingin og aukin opnun hefði á börn og starfsfólk leikskólanna. Áfram verður miðað við þá reglu að börnin fái samfellt sumarfrí í að lágmarki 4 vikur en tillagan miðar að auknu valfrelsi foreldra til að skipuleggja sjálfir sumarfrí fjölskyldunnar.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillögu meirihlutans í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla. Borgarstjórn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela skóla- og frístundasviði að hefja undirbúning á tilraunaverkefni um að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt sumarið árið 2019 var samþykkt í kvöld með 22 atkvæðum. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, kynnti tillöguna og sagði hana eiga sér stoð í samstarfssáttmála meirihlutans hjá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögunni segir að tilraunaverkefnið líkist því sem tíðkist í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á borð við Mosfellsbæ og Garðabæ en þar sameina leikskólarnir starfsemi sína í eina starfsstöð yfir sumartímann. Borgarfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri um jákvætt skref að ræða enda ættu ekki allir foreldrar kost á því að taka sér frí á þeim tíma sem leikskólarnir eru lokaðir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, tók fram að hún væri ekki á móti tillögunni en hefði þó áhyggjur af því hvaða áhrif breytingin og aukin opnun hefði á börn og starfsfólk leikskólanna. Áfram verður miðað við þá reglu að börnin fái samfellt sumarfrí í að lágmarki 4 vikur en tillagan miðar að auknu valfrelsi foreldra til að skipuleggja sjálfir sumarfrí fjölskyldunnar.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillögu meirihlutans í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla.
Borgarstjórn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira