Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 09:27 Akureyrarflugvöllur. Mynd/Kristján Kristjánsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39