Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 22:47 Flavio Bolsonaro (í bakgrunni) með föður sínum Jair. Vísir/EPA Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20
Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00