Frekari málshöfðun kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 18:59 Mögulegt er að fleiri mál verði höfðuð á vegum þrotabús United Silicon að sögn slitastjóra þrotabúsins. Greint var frá því í dag að þrotabú United Silicon hafi höfðað annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerði fyrr í þessum mánuði kröfu um að Magnús verði dæmdur til að greiða 570 þúsund evrur auk vaxta, eða sem nemur 71 milljón króna, sem talið er að hann hafi látið leggja inn á bankareikning sem hann lét stofna í Danmörku í nafni félagsins í ágúst 2014. Ekki komst upp um málið fyrr en á greiðslustöðvunartímabilinu árið 2017 að sögn Geirs Gestssonar, skiptastjóra þrotabús United Silicon. „Við höfum fengið sem sagt reikningsyfirlit frá þessum banka og þar kemur fram að það hafi verið lögð inn fjárhæð sem nemur stefnufjárhæðinni, 570.660 evrum, inn á reikninginn í Danmörku og síðan hafi sú fjárhæð verið tekin út í þrennu lagi og lögð inn á reikning fyrirtækis Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi,“ segir Geir. Þetta er önnur stefnan á hendur Magnúsi en í upphafi árs stefndi þrotabúið Magnúsi fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í þeirri stefnu er farið fram á kyrrsetningu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar og á eignarhlutum hans í félögunum Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon fram á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 530 milljónir króna. Nýja stefnan á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 12. september og óskar þrotabúið eftir því að málin tvö verði sameinuð. Þá segir Geir til greina koma að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. „Já það kemur til greina, við erum með það til skoðunar,“ segir Geir. Aðspurður segir hann ekki tímabært á þessu stigi málsins að greina frá því hvers eðlis sú málshöfðun yrði. Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Mögulegt er að fleiri mál verði höfðuð á vegum þrotabús United Silicon að sögn slitastjóra þrotabúsins. Greint var frá því í dag að þrotabú United Silicon hafi höfðað annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerði fyrr í þessum mánuði kröfu um að Magnús verði dæmdur til að greiða 570 þúsund evrur auk vaxta, eða sem nemur 71 milljón króna, sem talið er að hann hafi látið leggja inn á bankareikning sem hann lét stofna í Danmörku í nafni félagsins í ágúst 2014. Ekki komst upp um málið fyrr en á greiðslustöðvunartímabilinu árið 2017 að sögn Geirs Gestssonar, skiptastjóra þrotabús United Silicon. „Við höfum fengið sem sagt reikningsyfirlit frá þessum banka og þar kemur fram að það hafi verið lögð inn fjárhæð sem nemur stefnufjárhæðinni, 570.660 evrum, inn á reikninginn í Danmörku og síðan hafi sú fjárhæð verið tekin út í þrennu lagi og lögð inn á reikning fyrirtækis Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi,“ segir Geir. Þetta er önnur stefnan á hendur Magnúsi en í upphafi árs stefndi þrotabúið Magnúsi fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í þeirri stefnu er farið fram á kyrrsetningu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar og á eignarhlutum hans í félögunum Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon fram á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 530 milljónir króna. Nýja stefnan á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 12. september og óskar þrotabúið eftir því að málin tvö verði sameinuð. Þá segir Geir til greina koma að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. „Já það kemur til greina, við erum með það til skoðunar,“ segir Geir. Aðspurður segir hann ekki tímabært á þessu stigi málsins að greina frá því hvers eðlis sú málshöfðun yrði.
Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22
Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00