Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2018 13:22 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silcon, en kísilverksmiðjan var úrskurðuð gjaldþrota í janúar. Vísir/eyþór Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerir kröfu í 570 þúsund evrur, jafnvirði 71 milljónar króna, sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. RÚV greinir frá. United Silicon stefndi Magnúsi í upphafi árs fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikningu. Í stefnunni var farið fram á staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon frma á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur vegna málsins. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.112 milljónir króna frá Hollandi Nýja stefna þrotabúsins á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. KPMG fann bankareikning sem Magnús er talinn hafa látið leggja hluta peninganna inn á. Síðan hafi hann tekið peningana út og notað sjálfur. Þá er þrotabúið einnig að reyna að innheimta tryggingabætur frá Hollandi vegna tjóns í kísilverinu í Keflavík sökum gallaðs búnaðar. Tryggingafélagið samþykkti bæturnar. Tryggingatakinn var hins vegar ekki United Silicon á Íslandi heldur United Silicon Holdings í Hollandi hvers forsvarsmaður er Magnús. Neitar tryggingafyrirtækið að greiða bæturnar nema með samþykki Magnúsar. Af þeim sökum hefur þrotabúið stefnt Magnúsi fyrir dóm í Hollandi og krefjast þess að hann samþykki að bæturnar verði greiddar til þrotabúsins. Við því hafi orðið á dögunum þegar þrotabúið fékk 112 milljónir króna inn á reikning sinn segir í frétt RÚV.Arion banki forgangskröfuhafi Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Vísi að mögulegt sé að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út í 30. mars 2018 en alls námu kröfurnar um 23,5 milljörðum króna. Arion banki er forgangskröfuhafi en 9 milljarðar króna af 9,5 milljarða kröfu bankans í búið voru samþykkt sem forgangskrafa. Íslenskir aðalverktakar og Tenova South Africa voru ósammála niðurstöðu skiptastjórans og hafa höfðað mál í héraði til að fá niðurstöðu í málinu. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness 12. september. United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerir kröfu í 570 þúsund evrur, jafnvirði 71 milljónar króna, sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. RÚV greinir frá. United Silicon stefndi Magnúsi í upphafi árs fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikningu. Í stefnunni var farið fram á staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon frma á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur vegna málsins. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.112 milljónir króna frá Hollandi Nýja stefna þrotabúsins á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. KPMG fann bankareikning sem Magnús er talinn hafa látið leggja hluta peninganna inn á. Síðan hafi hann tekið peningana út og notað sjálfur. Þá er þrotabúið einnig að reyna að innheimta tryggingabætur frá Hollandi vegna tjóns í kísilverinu í Keflavík sökum gallaðs búnaðar. Tryggingafélagið samþykkti bæturnar. Tryggingatakinn var hins vegar ekki United Silicon á Íslandi heldur United Silicon Holdings í Hollandi hvers forsvarsmaður er Magnús. Neitar tryggingafyrirtækið að greiða bæturnar nema með samþykki Magnúsar. Af þeim sökum hefur þrotabúið stefnt Magnúsi fyrir dóm í Hollandi og krefjast þess að hann samþykki að bæturnar verði greiddar til þrotabúsins. Við því hafi orðið á dögunum þegar þrotabúið fékk 112 milljónir króna inn á reikning sinn segir í frétt RÚV.Arion banki forgangskröfuhafi Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Vísi að mögulegt sé að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út í 30. mars 2018 en alls námu kröfurnar um 23,5 milljörðum króna. Arion banki er forgangskröfuhafi en 9 milljarðar króna af 9,5 milljarða kröfu bankans í búið voru samþykkt sem forgangskrafa. Íslenskir aðalverktakar og Tenova South Africa voru ósammála niðurstöðu skiptastjórans og hafa höfðað mál í héraði til að fá niðurstöðu í málinu. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness 12. september.
United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun