Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2018 13:22 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silcon, en kísilverksmiðjan var úrskurðuð gjaldþrota í janúar. Vísir/eyþór Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerir kröfu í 570 þúsund evrur, jafnvirði 71 milljónar króna, sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. RÚV greinir frá. United Silicon stefndi Magnúsi í upphafi árs fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikningu. Í stefnunni var farið fram á staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon frma á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur vegna málsins. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.112 milljónir króna frá Hollandi Nýja stefna þrotabúsins á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. KPMG fann bankareikning sem Magnús er talinn hafa látið leggja hluta peninganna inn á. Síðan hafi hann tekið peningana út og notað sjálfur. Þá er þrotabúið einnig að reyna að innheimta tryggingabætur frá Hollandi vegna tjóns í kísilverinu í Keflavík sökum gallaðs búnaðar. Tryggingafélagið samþykkti bæturnar. Tryggingatakinn var hins vegar ekki United Silicon á Íslandi heldur United Silicon Holdings í Hollandi hvers forsvarsmaður er Magnús. Neitar tryggingafyrirtækið að greiða bæturnar nema með samþykki Magnúsar. Af þeim sökum hefur þrotabúið stefnt Magnúsi fyrir dóm í Hollandi og krefjast þess að hann samþykki að bæturnar verði greiddar til þrotabúsins. Við því hafi orðið á dögunum þegar þrotabúið fékk 112 milljónir króna inn á reikning sinn segir í frétt RÚV.Arion banki forgangskröfuhafi Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Vísi að mögulegt sé að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út í 30. mars 2018 en alls námu kröfurnar um 23,5 milljörðum króna. Arion banki er forgangskröfuhafi en 9 milljarðar króna af 9,5 milljarða kröfu bankans í búið voru samþykkt sem forgangskrafa. Íslenskir aðalverktakar og Tenova South Africa voru ósammála niðurstöðu skiptastjórans og hafa höfðað mál í héraði til að fá niðurstöðu í málinu. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness 12. september. United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerir kröfu í 570 þúsund evrur, jafnvirði 71 milljónar króna, sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. RÚV greinir frá. United Silicon stefndi Magnúsi í upphafi árs fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikningu. Í stefnunni var farið fram á staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon frma á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur vegna málsins. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.112 milljónir króna frá Hollandi Nýja stefna þrotabúsins á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. KPMG fann bankareikning sem Magnús er talinn hafa látið leggja hluta peninganna inn á. Síðan hafi hann tekið peningana út og notað sjálfur. Þá er þrotabúið einnig að reyna að innheimta tryggingabætur frá Hollandi vegna tjóns í kísilverinu í Keflavík sökum gallaðs búnaðar. Tryggingafélagið samþykkti bæturnar. Tryggingatakinn var hins vegar ekki United Silicon á Íslandi heldur United Silicon Holdings í Hollandi hvers forsvarsmaður er Magnús. Neitar tryggingafyrirtækið að greiða bæturnar nema með samþykki Magnúsar. Af þeim sökum hefur þrotabúið stefnt Magnúsi fyrir dóm í Hollandi og krefjast þess að hann samþykki að bæturnar verði greiddar til þrotabúsins. Við því hafi orðið á dögunum þegar þrotabúið fékk 112 milljónir króna inn á reikning sinn segir í frétt RÚV.Arion banki forgangskröfuhafi Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Vísi að mögulegt sé að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út í 30. mars 2018 en alls námu kröfurnar um 23,5 milljörðum króna. Arion banki er forgangskröfuhafi en 9 milljarðar króna af 9,5 milljarða kröfu bankans í búið voru samþykkt sem forgangskrafa. Íslenskir aðalverktakar og Tenova South Africa voru ósammála niðurstöðu skiptastjórans og hafa höfðað mál í héraði til að fá niðurstöðu í málinu. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness 12. september.
United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48