Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2018 13:22 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silcon, en kísilverksmiðjan var úrskurðuð gjaldþrota í janúar. Vísir/eyþór Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerir kröfu í 570 þúsund evrur, jafnvirði 71 milljónar króna, sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. RÚV greinir frá. United Silicon stefndi Magnúsi í upphafi árs fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikningu. Í stefnunni var farið fram á staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon frma á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur vegna málsins. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.112 milljónir króna frá Hollandi Nýja stefna þrotabúsins á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. KPMG fann bankareikning sem Magnús er talinn hafa látið leggja hluta peninganna inn á. Síðan hafi hann tekið peningana út og notað sjálfur. Þá er þrotabúið einnig að reyna að innheimta tryggingabætur frá Hollandi vegna tjóns í kísilverinu í Keflavík sökum gallaðs búnaðar. Tryggingafélagið samþykkti bæturnar. Tryggingatakinn var hins vegar ekki United Silicon á Íslandi heldur United Silicon Holdings í Hollandi hvers forsvarsmaður er Magnús. Neitar tryggingafyrirtækið að greiða bæturnar nema með samþykki Magnúsar. Af þeim sökum hefur þrotabúið stefnt Magnúsi fyrir dóm í Hollandi og krefjast þess að hann samþykki að bæturnar verði greiddar til þrotabúsins. Við því hafi orðið á dögunum þegar þrotabúið fékk 112 milljónir króna inn á reikning sinn segir í frétt RÚV.Arion banki forgangskröfuhafi Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Vísi að mögulegt sé að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út í 30. mars 2018 en alls námu kröfurnar um 23,5 milljörðum króna. Arion banki er forgangskröfuhafi en 9 milljarðar króna af 9,5 milljarða kröfu bankans í búið voru samþykkt sem forgangskrafa. Íslenskir aðalverktakar og Tenova South Africa voru ósammála niðurstöðu skiptastjórans og hafa höfðað mál í héraði til að fá niðurstöðu í málinu. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness 12. september. United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerir kröfu í 570 þúsund evrur, jafnvirði 71 milljónar króna, sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. RÚV greinir frá. United Silicon stefndi Magnúsi í upphafi árs fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikningu. Í stefnunni var farið fram á staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon frma á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur vegna málsins. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.112 milljónir króna frá Hollandi Nýja stefna þrotabúsins á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. KPMG fann bankareikning sem Magnús er talinn hafa látið leggja hluta peninganna inn á. Síðan hafi hann tekið peningana út og notað sjálfur. Þá er þrotabúið einnig að reyna að innheimta tryggingabætur frá Hollandi vegna tjóns í kísilverinu í Keflavík sökum gallaðs búnaðar. Tryggingafélagið samþykkti bæturnar. Tryggingatakinn var hins vegar ekki United Silicon á Íslandi heldur United Silicon Holdings í Hollandi hvers forsvarsmaður er Magnús. Neitar tryggingafyrirtækið að greiða bæturnar nema með samþykki Magnúsar. Af þeim sökum hefur þrotabúið stefnt Magnúsi fyrir dóm í Hollandi og krefjast þess að hann samþykki að bæturnar verði greiddar til þrotabúsins. Við því hafi orðið á dögunum þegar þrotabúið fékk 112 milljónir króna inn á reikning sinn segir í frétt RÚV.Arion banki forgangskröfuhafi Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Vísi að mögulegt sé að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út í 30. mars 2018 en alls námu kröfurnar um 23,5 milljörðum króna. Arion banki er forgangskröfuhafi en 9 milljarðar króna af 9,5 milljarða kröfu bankans í búið voru samþykkt sem forgangskrafa. Íslenskir aðalverktakar og Tenova South Africa voru ósammála niðurstöðu skiptastjórans og hafa höfðað mál í héraði til að fá niðurstöðu í málinu. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness 12. september.
United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48