Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Höskuldur Kári Schram skrifar 13. september 2018 18:45 Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira