Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Höskuldur Kári Schram skrifar 13. september 2018 18:45 Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa. Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa.
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira