Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 10:52 Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. UNICEF Um fjórðungur barna í heiminum búa í stríðshrjáðum löndum eða löndum þar sem aðrar hörmungar geisa. Um fimmtíu milljónir barna hafa þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum sökum ofbeldis, fátæktar eða náttúruhamfara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir árið 2018. Í tilkynningu frá UNICEF kemur fram að átök sem hafi varað í fleiri ár, líkt og í Lýðveldinu Kongó, Írak, Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, haldi áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Fyrir þau börn sem búi á þessum átakasvæðum sé daglegt líf algjör martröð.Ekki hægt að bíða eftir stríðslokum „Vaxandi ofbeldi og átök hafa stóraukið þörfina á mannúðaraðstoð. Neyðaráætlun UNICEF gerir ráð fyrir að ná til 48 milljón barna í 51 landi árið 2018 - barna sem búa við neyð vegna stíðsátaka, afleiðinga náttúruhamfara og annarra hörmunga,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Manuel Fontaine, yfirmanni neyðaráætlunar UNICEF, að ekki sé hægt að láta börn bíða þar til stríðsátökunum ljúki, á meðan átök halda áfram að ógna lífi þeirra og hafa hörmuleg áhrif á framtíð barna og ungmenna. Börn séu hvað viðkvæmust þegar átök eða hamfarir valdi því að grunnþjónusta samfélaga hrynji, svo sem heilbrigðisþjónusta, vatns- og hreinlætisaðstaða. Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. „Í mörgum löndum þar sem stríð og átök geisa deyja fleiri börn úr sjúkdómum sem orsakast af óhreinu vatni og slæmri hreinlætisaðstöðu en vegna ofbeldis,“ segir Fontaine. Hann bendir jafnframt á að ef alþjóðasamfélagið bregst ekki strax við til að hjálpa þessum börnum, á meðan átökin geisa, þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum. Nánar má lesa um neyðaráætlunina á vef UNICEF á Íslandi. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Um fjórðungur barna í heiminum búa í stríðshrjáðum löndum eða löndum þar sem aðrar hörmungar geisa. Um fimmtíu milljónir barna hafa þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum sökum ofbeldis, fátæktar eða náttúruhamfara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir árið 2018. Í tilkynningu frá UNICEF kemur fram að átök sem hafi varað í fleiri ár, líkt og í Lýðveldinu Kongó, Írak, Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, haldi áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Fyrir þau börn sem búi á þessum átakasvæðum sé daglegt líf algjör martröð.Ekki hægt að bíða eftir stríðslokum „Vaxandi ofbeldi og átök hafa stóraukið þörfina á mannúðaraðstoð. Neyðaráætlun UNICEF gerir ráð fyrir að ná til 48 milljón barna í 51 landi árið 2018 - barna sem búa við neyð vegna stíðsátaka, afleiðinga náttúruhamfara og annarra hörmunga,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Manuel Fontaine, yfirmanni neyðaráætlunar UNICEF, að ekki sé hægt að láta börn bíða þar til stríðsátökunum ljúki, á meðan átök halda áfram að ógna lífi þeirra og hafa hörmuleg áhrif á framtíð barna og ungmenna. Börn séu hvað viðkvæmust þegar átök eða hamfarir valdi því að grunnþjónusta samfélaga hrynji, svo sem heilbrigðisþjónusta, vatns- og hreinlætisaðstaða. Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. „Í mörgum löndum þar sem stríð og átök geisa deyja fleiri börn úr sjúkdómum sem orsakast af óhreinu vatni og slæmri hreinlætisaðstöðu en vegna ofbeldis,“ segir Fontaine. Hann bendir jafnframt á að ef alþjóðasamfélagið bregst ekki strax við til að hjálpa þessum börnum, á meðan átökin geisa, þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum. Nánar má lesa um neyðaráætlunina á vef UNICEF á Íslandi.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira