Flytja þurfti tvö lögreglumenn á sjúkrahús eftir að lögreglubifreið þeirra hafnaði á ljósastaur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis í dag. Var annar þeirra fluttur á Landspítalann í Reykjavík með mögulegt beinbrot.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að óhappið hafi atvikaðist þannig að lögreglumenn höfðu veitt ökumanni eftirför sem ók bíl sínum of hratt. Missti ökumaður lögreglubílsins stjórn á bílnum í hálku og krapa á vegöxlinni með fyrrgreindum afleiðingum.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi en þar var fjölmennt lið frá bæði lögreglu og slökkviliði.
Missti stjórn á lögreglubíl í eftirför

Tengdar fréttir

Umferðaróhapp nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Lögreglubíll hafnaði á ljósastaur