Chelsea komst á toppinn með sigri á Southampton

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ross Barkley átti flottan leik í dag
Ross Barkley átti flottan leik í dag vísir/getty
Chelsea komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar, allavega í tvo klukkutíma eftir sigur á Southampton.



Chelsea byrjaði mun betur í leiknum en það voru heimamenn í Southampton sem fengu hættulegasta færi leiksins. Það fékk Danny Ings en hann klúðraði opnu marktækifæri.



Það voru hins vegar bikarmeistararnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins og það gerði Belginn Eden Hazard.



Ross Barkley vann þá boltann á vallarhelmingi Southampton og lagði hann inn fyrir vörnina, á Hazard sem kláraði snyrtilega í netið.



Þannig stóðu leikar í hálfleik, 1-0.



Það var svo Ross Barkley sem kom Chelsea í 2-0 eftir frábæra sendingu Oliver Giroud. Þetta var fyrsta mark Barkley fyrir Chelsea.



Alvaro Morata innsiglaði svo öruggan 3-0 sigur Chelsea með marki í uppbótartíma.



Með sigrinum komst Chelsea á toppinn og verða þeir þar þangað til stórleikur Liverpool og Manchester City lýkur. Southampton er hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 5 stig. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira