Jóhann Berg: Engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 13:30 Jóhann Berg Guðmundsson á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira