Félagsskipti á Brasilíumönnum kostað yfir 37 milljarða Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. júlí 2018 19:15 Alisson varði mark Brasilíu á HM í Rússlandi vísir/getty Það er lítið að gerast í fótboltaheiminum þessa dagana annað en félagsskipti þar sem helstu deildir heims eru enn í sumarfríi. Af þeim fjölmörgu félagsskiptum sem hafa farið í gegn á síðustu vikum eru brasilískir leikmenn mjög áberandi. Brasilía er stórþjóð í heimsfótboltanum og þrátt fyrir að hafa dottið út í 8-liða úrslitum á HM í Rússlandi eru Brassar oftast fastagestir í undanúrslitaum og úrslitum stórmóta. Brasilíumenn eru því vinsælir meðal marga stóru liðanna og hafa þeir nokkrir farið fyrir fúlgur fjár í sumar. Það virðist aðeins tímaspursmál þar til Everton gerir Richarlison að dýrasta leikmanni félagsins og Malcom ætti að verða kynntur sem nýr leikmaður Barcelona á næstu dögum. Fari þessi félagsskipti í gegn verða félög heimsins búin að fá til sín Brasilíumenn fyrir samtals 400 milljónir evra samkvæmt samantekt vefmiðilsins Goal.com. Dýrastur Brasilíumannanna er markvörðurinn Alisson sem fór frá Roma til Liverpool fyrir 65 milljónir punda. Hann varð dýrasti markvörður sögunnar með félagsskiptunum og mun líklega taka við af Loris Karius sem aðalmarkvörður Liverpool. Jurgen Klopp festi einnig kaup á miðjumanninum Fabinho frá Mónakó fyrir 39 milljónir punda. Erkifjendur Liverpool í Manchester United keyptu líka Brasilíumann í sumar, þeir gengu frá kaupunum á Fred frá Shakhtar Donetsk fyrir HM í Rússlandi. Fred fékk ekkert að spila í Rússlandi vegna meiðsla. Hann kostaði Fred 52 milljónir punda. Real Madrid borgaði 46 milljónir evra fyrir unglinginn Vinicius Junior og Arthur fór til Barcelona fyrir 40 milljónir evra. Þá náði West Ham sér í brasilískan miðjumann, Felipe Anderson, og Paulinho fór til Bayer Leverkusen. Fótbolti Tengdar fréttir Styttist í að Gylfi verði ekki lengur dýrasti leikmaður Everton Brasilíski framherjinn Richarlison er á leið í læknisskoðun hjá Everton samkvæmt heimildum Sky Sports. Everton er sagt borga 50 milljónir punda fyrir leikmanninn, fimm milljónum meira en félagið borgaði fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. 23. júlí 2018 09:33 Klopp finnur fyrir auknum væntingum Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í ár og stuðningsmenn gera kröfu á að liðið vinni til verðlauna á komandi leiktíð. 24. júlí 2018 08:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 United staðfesti komu Fred Fred er formlega orðinn leikmaður Manchester United en félagið staðfesti komu hans nú rétt í þessu. 21. júní 2018 13:09 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Það er lítið að gerast í fótboltaheiminum þessa dagana annað en félagsskipti þar sem helstu deildir heims eru enn í sumarfríi. Af þeim fjölmörgu félagsskiptum sem hafa farið í gegn á síðustu vikum eru brasilískir leikmenn mjög áberandi. Brasilía er stórþjóð í heimsfótboltanum og þrátt fyrir að hafa dottið út í 8-liða úrslitum á HM í Rússlandi eru Brassar oftast fastagestir í undanúrslitaum og úrslitum stórmóta. Brasilíumenn eru því vinsælir meðal marga stóru liðanna og hafa þeir nokkrir farið fyrir fúlgur fjár í sumar. Það virðist aðeins tímaspursmál þar til Everton gerir Richarlison að dýrasta leikmanni félagsins og Malcom ætti að verða kynntur sem nýr leikmaður Barcelona á næstu dögum. Fari þessi félagsskipti í gegn verða félög heimsins búin að fá til sín Brasilíumenn fyrir samtals 400 milljónir evra samkvæmt samantekt vefmiðilsins Goal.com. Dýrastur Brasilíumannanna er markvörðurinn Alisson sem fór frá Roma til Liverpool fyrir 65 milljónir punda. Hann varð dýrasti markvörður sögunnar með félagsskiptunum og mun líklega taka við af Loris Karius sem aðalmarkvörður Liverpool. Jurgen Klopp festi einnig kaup á miðjumanninum Fabinho frá Mónakó fyrir 39 milljónir punda. Erkifjendur Liverpool í Manchester United keyptu líka Brasilíumann í sumar, þeir gengu frá kaupunum á Fred frá Shakhtar Donetsk fyrir HM í Rússlandi. Fred fékk ekkert að spila í Rússlandi vegna meiðsla. Hann kostaði Fred 52 milljónir punda. Real Madrid borgaði 46 milljónir evra fyrir unglinginn Vinicius Junior og Arthur fór til Barcelona fyrir 40 milljónir evra. Þá náði West Ham sér í brasilískan miðjumann, Felipe Anderson, og Paulinho fór til Bayer Leverkusen.
Fótbolti Tengdar fréttir Styttist í að Gylfi verði ekki lengur dýrasti leikmaður Everton Brasilíski framherjinn Richarlison er á leið í læknisskoðun hjá Everton samkvæmt heimildum Sky Sports. Everton er sagt borga 50 milljónir punda fyrir leikmanninn, fimm milljónum meira en félagið borgaði fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. 23. júlí 2018 09:33 Klopp finnur fyrir auknum væntingum Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í ár og stuðningsmenn gera kröfu á að liðið vinni til verðlauna á komandi leiktíð. 24. júlí 2018 08:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 United staðfesti komu Fred Fred er formlega orðinn leikmaður Manchester United en félagið staðfesti komu hans nú rétt í þessu. 21. júní 2018 13:09 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Styttist í að Gylfi verði ekki lengur dýrasti leikmaður Everton Brasilíski framherjinn Richarlison er á leið í læknisskoðun hjá Everton samkvæmt heimildum Sky Sports. Everton er sagt borga 50 milljónir punda fyrir leikmanninn, fimm milljónum meira en félagið borgaði fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. 23. júlí 2018 09:33
Klopp finnur fyrir auknum væntingum Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í ár og stuðningsmenn gera kröfu á að liðið vinni til verðlauna á komandi leiktíð. 24. júlí 2018 08:00
Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00
United staðfesti komu Fred Fred er formlega orðinn leikmaður Manchester United en félagið staðfesti komu hans nú rétt í þessu. 21. júní 2018 13:09