Mourinho hélt fimm mínútna varnarræðu um Rashford Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2018 12:00 Rashford og Mourinho. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“ Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira