Mourinho hélt fimm mínútna varnarræðu um Rashford Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2018 12:00 Rashford og Mourinho. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“ Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira