Mourinho hélt fimm mínútna varnarræðu um Rashford Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2018 12:00 Rashford og Mourinho. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“ Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira