Íbúar Grafarvogs sagðir hafa áhyggjur af 20 hæða turni í Gufunesi Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 11:30 Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af turninum sem kemur fyrir í tillögu hollensku arkitektastofunnar Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Jvantspikjer + Felixx Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni. Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni.
Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30
Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00