Íbúar Grafarvogs sagðir hafa áhyggjur af 20 hæða turni í Gufunesi Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 11:30 Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af turninum sem kemur fyrir í tillögu hollensku arkitektastofunnar Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Jvantspikjer + Felixx Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni. Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni.
Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30
Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00