Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 10:45 Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið við áburðarverksmiðjuna muni líta út MYND/ARKITEKTASTOFAN JVANTSPIJKER + FELIXX Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, og Kukl ehf. hafa nú þegar komið sér fyrir á svæðinu. Athygli vakti á síðasta ári þegar samið var við RVK Studios um kaup fyrirtækisins á fjórum fasteignum á svæðinu en markmið fyrirtækisins er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp.Í umsókn Sonik um lóð á svæðinu var óskað eftir 3-4 þúsund fermetra þar sem reisa mætti 1.500-1.800 fermetra hús. Sonik er tækjaleiga sem leigir meðal annars út hljóð- og ljósabúnað í fjölmörgum verkefnum. Segir að starfsemi fyrirtækisins fari vaxandi og því sé viðbúið að fyrirtækið þurfi stærra húsnæði undir starfsemi sína.Rauði hringurinn merkir svæðið þar sem fyrirtækin tvo hafa fengið vilyrði fyrir lóðaúthlutun.Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigja búnað sem tengist meðal annars kvikmyndaverkefnum og ráðgjöf því tengdu. Í umsókn fyrirtækisins til Reykjavíkurborgar segir að fyrirtækið sé í örum vexti og hafi sprengt af sér núverandi húsnæði. Óskar fyrirtækið eftir að fá vilyrði fyrir lóð sem rúmi byggingu sem er 2.500 fermetrar að grunnfleti. Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að starfsemi fyrirtækjanna falli vel að þróun kvikmyndaþorps í Gufunesi þar sem fyrir séu kjölfestufyrirtækin RVK Studios og Kukl.Borgarráð samþykkti vilyrði fyrir lóðaúthlutun til beggja fyrirtækja. Gilda vilyrðin í tvö ár eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi en unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Á þessum tíma geta fyrirtækin óskað eftir úthlutun lóðarinnar, ella falli það niður. Verð byggingarréttarins verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar úthlutun lóðarinnar fer fram. Stefnt að er töluverðri uppbyggingu á svæðinu en starfshópur á vegum borgarinnar skoðar nú til dæmis möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett. Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, og Kukl ehf. hafa nú þegar komið sér fyrir á svæðinu. Athygli vakti á síðasta ári þegar samið var við RVK Studios um kaup fyrirtækisins á fjórum fasteignum á svæðinu en markmið fyrirtækisins er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp.Í umsókn Sonik um lóð á svæðinu var óskað eftir 3-4 þúsund fermetra þar sem reisa mætti 1.500-1.800 fermetra hús. Sonik er tækjaleiga sem leigir meðal annars út hljóð- og ljósabúnað í fjölmörgum verkefnum. Segir að starfsemi fyrirtækisins fari vaxandi og því sé viðbúið að fyrirtækið þurfi stærra húsnæði undir starfsemi sína.Rauði hringurinn merkir svæðið þar sem fyrirtækin tvo hafa fengið vilyrði fyrir lóðaúthlutun.Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigja búnað sem tengist meðal annars kvikmyndaverkefnum og ráðgjöf því tengdu. Í umsókn fyrirtækisins til Reykjavíkurborgar segir að fyrirtækið sé í örum vexti og hafi sprengt af sér núverandi húsnæði. Óskar fyrirtækið eftir að fá vilyrði fyrir lóð sem rúmi byggingu sem er 2.500 fermetrar að grunnfleti. Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að starfsemi fyrirtækjanna falli vel að þróun kvikmyndaþorps í Gufunesi þar sem fyrir séu kjölfestufyrirtækin RVK Studios og Kukl.Borgarráð samþykkti vilyrði fyrir lóðaúthlutun til beggja fyrirtækja. Gilda vilyrðin í tvö ár eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi en unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Á þessum tíma geta fyrirtækin óskað eftir úthlutun lóðarinnar, ella falli það niður. Verð byggingarréttarins verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar úthlutun lóðarinnar fer fram. Stefnt að er töluverðri uppbyggingu á svæðinu en starfshópur á vegum borgarinnar skoðar nú til dæmis möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett.
Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01
Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00