Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 10:45 Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið við áburðarverksmiðjuna muni líta út MYND/ARKITEKTASTOFAN JVANTSPIJKER + FELIXX Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, og Kukl ehf. hafa nú þegar komið sér fyrir á svæðinu. Athygli vakti á síðasta ári þegar samið var við RVK Studios um kaup fyrirtækisins á fjórum fasteignum á svæðinu en markmið fyrirtækisins er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp.Í umsókn Sonik um lóð á svæðinu var óskað eftir 3-4 þúsund fermetra þar sem reisa mætti 1.500-1.800 fermetra hús. Sonik er tækjaleiga sem leigir meðal annars út hljóð- og ljósabúnað í fjölmörgum verkefnum. Segir að starfsemi fyrirtækisins fari vaxandi og því sé viðbúið að fyrirtækið þurfi stærra húsnæði undir starfsemi sína.Rauði hringurinn merkir svæðið þar sem fyrirtækin tvo hafa fengið vilyrði fyrir lóðaúthlutun.Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigja búnað sem tengist meðal annars kvikmyndaverkefnum og ráðgjöf því tengdu. Í umsókn fyrirtækisins til Reykjavíkurborgar segir að fyrirtækið sé í örum vexti og hafi sprengt af sér núverandi húsnæði. Óskar fyrirtækið eftir að fá vilyrði fyrir lóð sem rúmi byggingu sem er 2.500 fermetrar að grunnfleti. Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að starfsemi fyrirtækjanna falli vel að þróun kvikmyndaþorps í Gufunesi þar sem fyrir séu kjölfestufyrirtækin RVK Studios og Kukl.Borgarráð samþykkti vilyrði fyrir lóðaúthlutun til beggja fyrirtækja. Gilda vilyrðin í tvö ár eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi en unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Á þessum tíma geta fyrirtækin óskað eftir úthlutun lóðarinnar, ella falli það niður. Verð byggingarréttarins verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar úthlutun lóðarinnar fer fram. Stefnt að er töluverðri uppbyggingu á svæðinu en starfshópur á vegum borgarinnar skoðar nú til dæmis möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett. Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, og Kukl ehf. hafa nú þegar komið sér fyrir á svæðinu. Athygli vakti á síðasta ári þegar samið var við RVK Studios um kaup fyrirtækisins á fjórum fasteignum á svæðinu en markmið fyrirtækisins er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp.Í umsókn Sonik um lóð á svæðinu var óskað eftir 3-4 þúsund fermetra þar sem reisa mætti 1.500-1.800 fermetra hús. Sonik er tækjaleiga sem leigir meðal annars út hljóð- og ljósabúnað í fjölmörgum verkefnum. Segir að starfsemi fyrirtækisins fari vaxandi og því sé viðbúið að fyrirtækið þurfi stærra húsnæði undir starfsemi sína.Rauði hringurinn merkir svæðið þar sem fyrirtækin tvo hafa fengið vilyrði fyrir lóðaúthlutun.Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigja búnað sem tengist meðal annars kvikmyndaverkefnum og ráðgjöf því tengdu. Í umsókn fyrirtækisins til Reykjavíkurborgar segir að fyrirtækið sé í örum vexti og hafi sprengt af sér núverandi húsnæði. Óskar fyrirtækið eftir að fá vilyrði fyrir lóð sem rúmi byggingu sem er 2.500 fermetrar að grunnfleti. Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að starfsemi fyrirtækjanna falli vel að þróun kvikmyndaþorps í Gufunesi þar sem fyrir séu kjölfestufyrirtækin RVK Studios og Kukl.Borgarráð samþykkti vilyrði fyrir lóðaúthlutun til beggja fyrirtækja. Gilda vilyrðin í tvö ár eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi en unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Á þessum tíma geta fyrirtækin óskað eftir úthlutun lóðarinnar, ella falli það niður. Verð byggingarréttarins verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar úthlutun lóðarinnar fer fram. Stefnt að er töluverðri uppbyggingu á svæðinu en starfshópur á vegum borgarinnar skoðar nú til dæmis möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett.
Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01
Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00